Lance Armstrong, sem missti sjö Tour de France-titla, vegna ólöglegrar lyfjanotkunar er að spá í að mæta á Tour de France.
Hann er að skipuleggja að hjóla fyrsta áfanga keppninnar degi áður en mótið sjálft hefst. Armstrong er að íhuga að hjóla leiðina með Geoff Thomas, fyrrverandi landsliðsmanni Englands í fótbolta.
Hugmyndin er að hjóla og reyna að safna fé fyrir krabbameinssjúka. Ekki eru allir hrifnir af þessari hugmynd.
Þar á meðal forseti alþjóðahjólreiðasambandsins.
„Lance þarf að átta sig á því að hann fengi líklega ekkert sérstaklega góðar móttökur í Frakklandi," sagði Brian Cookson.
„Mér finnst þetta vera vanvirðing af hans hálfu. Lance getur farið margar aðrar leiðir til þess að safna fé fyrir veika."
Armstrong fengi ekki góðar móttökur í Frakklandi

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn
