Erlent

Dagur jarðar: Borgarstjóri New York vill draga úr sorpi um 90 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.
Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar. Vísir/AFP
Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, kynnti í dag nýja áætlun sem miðar að því að draga úr sorpi í borginni um 90 prósent fram til ársins 2030.

De Blasio kynnti áætlunina í tilefni af Degi jarðarinnar sem haldinn er þann 22. apríl ár hvert.

Í frétt Washington Times segir að til standi að stórauka endurvinnslu, draga úr notkun plastpoka og þannig minnka minnka sorpframleiðslu hins almenna borgarbúa.

Um 8,5 milljónir manna búa í borginni og er áætlað að hver borgarbúi framleiði 7,5 kíló af sorpi í hverri viku.

Borgaryfirvöld í New York hafa nú þegar náð talsverðum árangri og dregið úr sorpframleiðslu um 14 prósent síðasta áratuginn.

Fyrsti Dagur jarðar var haldinn 22. apríl 1970 og er talinn hafa markað upphaf umhverfishreyfingar samtímans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×