Erlent

Fólki bjargað úr stormi

Vísir/EPA
Bjarga þurfti um hundrað manns úr miklum flóðum í héraðinu New South Wales í Ástralíu í nótt. Í gær fundust þrír eldri borgarar látnir í bænum Dungog sem er norður af stórborginni Sidney en þar hafa heilu húsin horfið í strauminn.

Um 200 þúsund heimili eru nú án rafmagns og óttast er að enn eigi eftir að bæta í rigninguna og vindinn sem leikið hefur íbúa héraðsins grátt síðustu daga. Þó er vonast til að storminn taki að lægja síðar í dag. Á síðasta sólarhring rigndi meira í Dungog en gert hefur á einum degi í hundrað ár.

Both the Hunter-based Rescue Helicopters have been in action over the past two days to assist throughout the storm. The video below is taken from one of the helicopters, showing the devastation throughout the Hunter Valley.

Posted by Westpac Rescue Helicopter Service - Official Site on Tuesday, April 21, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×