Erlent

Fækkun nýrra ebólusmita merki um viðsnúning

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að 8.641 látið lífið vegna ebólu.
Talið er að 8.641 látið lífið vegna ebólu. Vísir/AFP
Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku virðist hafa rénað verulega, en nýjum smitum hefur fækkað mjög samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni. Í heildina komu tæplega 150 ný tilfelli í upp í síðustu viku og 117 þeirra í Síerra Leóne.

Í þar síðustu viku voru tilfellin 184 og þar áður voru þau 248. Þegar mest var um ný tilfelli í desember komu upp um 550 slík á viku, samkvæmt vef Guardian. Í Líberíu komu átta ný tilfelli upp og tuttugu í Gíneu.

BBC segir að WHO vilji áfram sýna varkárni og segja óvíst að þessi þróun muni halda áfram. Þá sé mikilvægt að halda áfram að finna fólk sem sé smitað af veirunni og að koma því undir læknishendur.

Í heildina er talið að 21.724 hafi smitast af veirunni og þar af hafi 8.641 látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×