Erlent

Táningur þóttist vera læknir á kvensjúkdómadeildinni

Atli Ísleifsson skrifar
Móðir piltsins segir að pilturinn hafi verið undir eftirliti lækna en að hann hafi neitað því að taka lyfin sín.
Móðir piltsins segir að pilturinn hafi verið undir eftirliti lækna en að hann hafi neitað því að taka lyfin sín. Vísir/Getty
Sautján ára bandarískur piltur gekk í lengri tíma um á kvensjúkdómadeild á sjúkrahúsi í Flórída þar sem hann þóttist vera læknir. Rúmur mánuður leið áður en starfsfólk sjúkrahússins afhjúpaði að hann væri í raun og veru alls enginn læknir.

Upp komst um málið á þriðjudaginn eftir að sjúklingur tilkynnti lækni að ungur maður gengi um ganga sjúkrahússins undir því yfirskini að vera læknir. Pilturinn var í hvítum slopp, með andlitsgrímu og hlustunarpípu um hálsinn. Læknirinn hafði aldrei áður séð piltinn og þótti ástæða til að efast um læknisfræðimenntun piltsins.

Öryggisvörður hafði svo samband við lögreglu sem mætti á staðinn.

Í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu St. Mary's Medical Center í West Palm Beach segir að pilturinn hafi aldrei rannsakað sjúklinga og að hann hafi ekki haft aðgang að stofum þar sem sjúklingar væru skoðaðir. Að sögn lögreglu hefur pilturinn ekki brotið af sér.

Móðir piltsins segir að pilturinn hafi verið undir eftirliti lækna en að hann hafi neitað því að taka lyfin sín. Sjálfur sagðist pilturinn hafa verið læknir um margra ára skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×