Erlent

Þrettán látnir í sprengjuárás í Donetsk

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikil átök hafa geisað í austurhluta Úkraínu síðastliðin misseri.
Mikil átök hafa geisað í austurhluta Úkraínu síðastliðin misseri. Vísir/Getty
Að minnsta kosti 13 létust í sprengjuárás sem gerð var við strætóskýli í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu í dag. Á meðal þeirra sem létust voru farþegar í strætó sem var við strætóskýlið og farþegi í nálægum bíl. BBC greinir frá.

Mikil átök hafa geisað í austurhluta Úkraínu síðastliðin misseri og hafa meira en 4.800 manns látist síðan uppreisnarsinnar tóku yfir svæði í kringum Luhansk og Donetsk í apríl síðastliðnum. Bardagar í Donetsk hafa harðnað þar sem úkraínski herinn og uppreisnarsinnar berjast um yfirráð yfir flugvelli borgarinnar.

Uppreisnarmennirnir vilja sameiningu við Rússland og hafa úkraínsk stjórnvöld haldið því fram Rússar hafi sent yfir 9.000 hermenn til að berjast með uppreisnarmönnum. Því hafa Rússar ítrekað neitað.


Tengdar fréttir

Hart barist síðustu daga

Aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu sögðust í gær vera búnir að ná flugvellinum í Donetsk aftur á sitt vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×