Erlent

Ber brjóst aftur á síðu þrjú

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Berbrjósta fyrirsætur hafa prýtt síðu þrjú í The Sun allt frá árinu 1970, eða stuttu eftir að Rupert Murdoch keypti blaðið.
Berbrjósta fyrirsætur hafa prýtt síðu þrjú í The Sun allt frá árinu 1970, eða stuttu eftir að Rupert Murdoch keypti blaðið. Vísir/Getty
The Sun hefur ekki hætt að birta myndir af berum konum á síðu þrjú, en fréttir um hið gagnstæða birtust fyrr í vikunni.

Í blaði dagsins birtir blaðið mynd á síðu þrjú nakinni konu undir fyrirsögninni „Skýringar og leiðréttingar“. Undir myndinni stendur svo:

„Vegna nýlegra fregna í fjölmiðlum viljum við undirstrika að þetta er síða 3 og þetta er mynd af Nicole, 22 ára, frá Bournemouth.

Við biðjum alla blaða-og fréttamenn afsökunar sem hafa eytt seinustu tveimur dögum í að skrifa og tala um okkur.“

Berbrjósta fyrirsætur hafa prýtt síðu þrjú í The Sun allt frá árinu 1970, eða stuttu eftir að Rupert Murdoch keypti blaðið.

Myndunum á síðunni hefur lengi verið mótmælt en síðan í september 2012 hafa 217 þúsund undirskriftir safnast í herferð gegn þessum efnisþætti blaðsins. Svo virðist sem að sú barátta haldi nú áfram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×