„Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 11:49 Hér má sjá rottu í lögn í húsi í höfuðborginni. Mynd/Proline „Við sjáum rottur í hverri einustu viku. Fyrir stuttu vorum við til dæmis í fjölbýlishúsi þar sem þær voru komnar í eldhús á annarri og þriðju hæð þess,“ segir Andri Svavarsson hjá Proline. Rottur í borginni hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu enda orðnar sýnilegri en oft áður. Andri Svavarsson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um rottur og ástand lagna í borginni. Proline er eitt þeirra fyrirtækja sem ástandsskoðar og lagfærir frárennslislagnir í húsum. „Það er rétt að fólk láti kanna lagnirnar hjá sér sérstaklega ef það býr í húsi sem var byggt fyrir 1980. Þá hættu steinrörin að mestu og plaströrin tóku við. Steinrörin endast ekki nema í um fjörutíu ár og þarf þá að lagfæra þau.“ Rottur eru seig dýr sem geta nagað sig í gegnum mjög margt. Andri nefnir dæmi þess að hann hafi séð það gerast að rottur hafi nagað sig í gegnum steypu sem ekki var almennilega hörnuð. „Þar sem rörin eru orðin lúin fara þær auðveldlega í gegn.“ Hér má sjá myndband sem Andri tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri.Þegar nagdýrin hafa komið sér fyrir í rörunum vilja þær gera sig heimakomnar og stofna þar fjölskyldu. Það tekur rottur um ellefu vikur að vera kynþroska, meðgöngutími er tæpur mánuður og ættartengsl skipta ekki höfuðmáli við val á maka. Þær gjóta yfirleitt ekki oftar en fimm sinnum á ári. Allt að átta ungar geta komið í hverju goti. „Þegar við rennum myndavélunum inn í lagnirnar fælast þær oft í fyrstu en snúa svo aftur þar sem þær eru forvitnar að sjá hvað þetta er sem er að skoða þær. Þær eru miklir skaðvaldar. Oft maka þær jarðvegi inn í rörin og stífla þau og svo viljum við ekki sjá þær í húsunum okkar,“ segir Andri. „Ég veit til dæmis um konu sem vaknaði með bitför í andlitinu eftir að rotta komst inn til hennar.“ Fyrr í vikunni ræddi Vísir við Ólaf Heiðarsson meindýraeyði hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hans tilfinning var að rottum væri ekki að fjölga en ýmsar framkvæmdir og lélegt ástand lagna gerðu þær sýnilegri. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Andra úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Við sjáum rottur í hverri einustu viku. Fyrir stuttu vorum við til dæmis í fjölbýlishúsi þar sem þær voru komnar í eldhús á annarri og þriðju hæð þess,“ segir Andri Svavarsson hjá Proline. Rottur í borginni hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu enda orðnar sýnilegri en oft áður. Andri Svavarsson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um rottur og ástand lagna í borginni. Proline er eitt þeirra fyrirtækja sem ástandsskoðar og lagfærir frárennslislagnir í húsum. „Það er rétt að fólk láti kanna lagnirnar hjá sér sérstaklega ef það býr í húsi sem var byggt fyrir 1980. Þá hættu steinrörin að mestu og plaströrin tóku við. Steinrörin endast ekki nema í um fjörutíu ár og þarf þá að lagfæra þau.“ Rottur eru seig dýr sem geta nagað sig í gegnum mjög margt. Andri nefnir dæmi þess að hann hafi séð það gerast að rottur hafi nagað sig í gegnum steypu sem ekki var almennilega hörnuð. „Þar sem rörin eru orðin lúin fara þær auðveldlega í gegn.“ Hér má sjá myndband sem Andri tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri.Þegar nagdýrin hafa komið sér fyrir í rörunum vilja þær gera sig heimakomnar og stofna þar fjölskyldu. Það tekur rottur um ellefu vikur að vera kynþroska, meðgöngutími er tæpur mánuður og ættartengsl skipta ekki höfuðmáli við val á maka. Þær gjóta yfirleitt ekki oftar en fimm sinnum á ári. Allt að átta ungar geta komið í hverju goti. „Þegar við rennum myndavélunum inn í lagnirnar fælast þær oft í fyrstu en snúa svo aftur þar sem þær eru forvitnar að sjá hvað þetta er sem er að skoða þær. Þær eru miklir skaðvaldar. Oft maka þær jarðvegi inn í rörin og stífla þau og svo viljum við ekki sjá þær í húsunum okkar,“ segir Andri. „Ég veit til dæmis um konu sem vaknaði með bitför í andlitinu eftir að rotta komst inn til hennar.“ Fyrr í vikunni ræddi Vísir við Ólaf Heiðarsson meindýraeyði hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hans tilfinning var að rottum væri ekki að fjölga en ýmsar framkvæmdir og lélegt ástand lagna gerðu þær sýnilegri. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Andra úr Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03
„Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08
Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30