Erlent

Páfinn fer til Washington DC og New York

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá heimsókn páfa til Filippseyja sem lauk í fyrr í vikunni.
Frá heimsókn páfa til Filippseyja sem lauk í fyrr í vikunni. Vísir/Getty
Frans páfi hefur staðfest að hann muni heimsækja Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, og New York í haust en hann áður tilkynnt að hann hygðist fara til Philadelphiu.

Enn liggur ekki nákvæmlega fyrir hvað páfinn mun gera í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en þó þykir líklegt að hann muni heimsækja Hvíta húsið, höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og minningarreitinn um 11. september, Ground Zero. Þá gæti hann haldið fjöldamessu í Madison Square Garden í New York.

Páfinn sagði við blaðamenn að hann vildi gjarnan fara yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að sýna samstöðu með innflytjendum. Það mun þó líklegast ekki verða af því heldur mun hann fljúga beint til austurstrandar Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×