Íslendingar telja að ekki sé hægt að draga fram lífið á örorkubótum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 19:59 Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telur að ekki sé hægt að lifa af 172 þúsund krónum á mánuði, en sjötíu prósent öryrkja þurfa að framfleyta sér á þeirri upphæð. Sárafáir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að hægt sé að gera þá kröfu til öryrkja að þeir geti lifað af því sem stjórnvöld skaffa þeim til framfærslu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Öryrkjabandalagið. Samkvæmt henni vilja flestir að lífeyrisþegar fái jafnmikla krónutöluhækkun og aðrir. Rúm 30 prósent vilja reyndar ganga enn lengra. Þetta kom fram á fundi Öryrkjabandalagsins um kjaramál Örorkulífeyrisþega í dag. Líf án reisnar Ágústa Ísleifsdóttir öryrki segir að líf á þessum launum sé stöðug niðurlæging. 20 hvers mánaðar þurfi hún að byrja að hringja í systkini sín eða aðra ættingja og slá lán fyrir mat. Þetta sé líf án reisnar. Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins segir kaldhæðnislegt að stórfelldar kauphækkanir til stjórnmálamanna og æðstu embættismanna séu kynnar á sama tíma og könnun sem sýni að 95 prósent Íslendingar vilji hækka bætur lífeyrisþega. Þetta línurit sýnir þróun lífeyrisbóta og launa alþingismanna.Hvað ætli margir kjósendur setji það í forgang að hækka laun stjórnmálamanna? Prósentuhækkanir hygla þeim sem hafa mest Ellen bendir á að þegar verið sé að ræða prósentuhækkanir til öryrkja sé um svo lágar upphæðir að ræða að þær hafi sáralítil áhrif á heildarmyndina. Þeir séu að hækka um fimmþúsund krónur samkvæmt meðan stjórnmálamenn og æðstu embættismenn sem taka laun samkvæmt Kjararáði séu að hækka um tugi eða hundruð þúsunda. Fundarmenn skoruðu í lokin á þingmenn að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 2016 og tryggja að lífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt um sömu krónutölu og lægstu laun hækkuðu 1. Maí, það er um 31.000 kr. fyrir skatt og að lífeyrir almannatrygginga verði hækkaður um fimmtán þúsund. frá 1. maí 2016. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telur að ekki sé hægt að lifa af 172 þúsund krónum á mánuði, en sjötíu prósent öryrkja þurfa að framfleyta sér á þeirri upphæð. Sárafáir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að hægt sé að gera þá kröfu til öryrkja að þeir geti lifað af því sem stjórnvöld skaffa þeim til framfærslu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Öryrkjabandalagið. Samkvæmt henni vilja flestir að lífeyrisþegar fái jafnmikla krónutöluhækkun og aðrir. Rúm 30 prósent vilja reyndar ganga enn lengra. Þetta kom fram á fundi Öryrkjabandalagsins um kjaramál Örorkulífeyrisþega í dag. Líf án reisnar Ágústa Ísleifsdóttir öryrki segir að líf á þessum launum sé stöðug niðurlæging. 20 hvers mánaðar þurfi hún að byrja að hringja í systkini sín eða aðra ættingja og slá lán fyrir mat. Þetta sé líf án reisnar. Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins segir kaldhæðnislegt að stórfelldar kauphækkanir til stjórnmálamanna og æðstu embættismanna séu kynnar á sama tíma og könnun sem sýni að 95 prósent Íslendingar vilji hækka bætur lífeyrisþega. Þetta línurit sýnir þróun lífeyrisbóta og launa alþingismanna.Hvað ætli margir kjósendur setji það í forgang að hækka laun stjórnmálamanna? Prósentuhækkanir hygla þeim sem hafa mest Ellen bendir á að þegar verið sé að ræða prósentuhækkanir til öryrkja sé um svo lágar upphæðir að ræða að þær hafi sáralítil áhrif á heildarmyndina. Þeir séu að hækka um fimmþúsund krónur samkvæmt meðan stjórnmálamenn og æðstu embættismenn sem taka laun samkvæmt Kjararáði séu að hækka um tugi eða hundruð þúsunda. Fundarmenn skoruðu í lokin á þingmenn að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 2016 og tryggja að lífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt um sömu krónutölu og lægstu laun hækkuðu 1. Maí, það er um 31.000 kr. fyrir skatt og að lífeyrir almannatrygginga verði hækkaður um fimmtán þúsund. frá 1. maí 2016.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira