Erlent

Leita að kafbáti við strendur Skotlands

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Kafbáturinn er í breskum fjölmiðlum sagður rússneskur. Það vilja stjórnvöld ekki staðfesta.
Kafbáturinn er í breskum fjölmiðlum sagður rússneskur. Það vilja stjórnvöld ekki staðfesta. vísir/ap
Franskar eftirlitsflugvélar hafa verið fengnar til að aðstoða við leit að rússneskum kafbáti við strendur Skotlands. Kafbátsins hefur verið leitað í tíu daga, eða allt frá því að grunur vaknaði um meintan kafbát norður af Skotlandi. Þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum í dag, en breska varnarmálaráðuneytið verst þó allra frétta.

Ráðuneytið hefur staðfest að leit standi yfir, en gefur ekki upp hvort um kafbát sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×