Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Snærós Sindradóttir skrifar 23. júlí 2015 07:00 Þórólfur Matthíasson „Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira