Erlent

Umunna vill leiða Verkamannaflokkinn

Atli Ísleifsson skrifar
Independent segir Tony Blair styðja Chuka Umunna til formennsku í flokknum.
Independent segir Tony Blair styðja Chuka Umunna til formennsku í flokknum. Vísir/AFP
Chuka Umunna, talsmaður breska Verkamannaflokksins í viðskiptamálum, hefur staðfest að hann bjóði sig fram til formanns innan flokksins.

Umunna greindi frá þessu í skilaboðum á Facebook-síðu sinni, en veðbankar telja hann einna líklegastan til að taka við formennsku í flokknum.

Ed Miliband tilkynnti um afsögn sína í kjölfar sigurs Íhaldsflokksins í bresku þingkosningunum í síðustu viku.

Í frétt Independent segir að fyrrum forsætisráðherrann Tony Blair styðji Umunna til formennsku í Verkamannaflokknum, en Blair leiddi flokkinn á árunum 1994 til 2007.

Umunna er 36 ára gamall og er þingmaður fyrir kjördæmið Streatham í suðurhluta Lundúnaborgar.

North, South, East, West - Labour can and must win in 2020. - C

Posted by Chuka Umunna on Tuesday, 12 May 2015

Tengdar fréttir

Aðrir leiðtogar víkja

Fyrirfram var búist við flókinni stöðu að loknum þingkosningum í Bretlandi: Íhaldsmenn og Verkamannaflokkurinn yrðu jafnir og annar flokkurinn þyrfti að reiða sig á stuðning smærri flokka til að koma á starfhæfri ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×