Fjöldahjálparstöð opnuð fyrir veðurteppta á Bifröst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. janúar 2015 21:52 Af Holtavörðuheiði. mynd/geir guðsteinsson Fjöldahjálparstöð var opnuð á Bifröst í kvöld vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Tæplega tuttugu manns var bjargað úr bílum sínum af heiðinni og niður til byggða. „Þetta er í raun í fyrsta skipti sem þetta er gert hér,“ segir Birgir Hauksson en hann og Gróa, kona hans, tóku á móti ferðalöngum. „Hingað komu um tuttugu manns úr tíu til fimmtán bílum sem voru skildir eftir á heiðinni. Þeir sem vildu fengu gistingu á Bifröst en aðrir létu sækja sig og gista annars staðar. Kaffihúsið opnaði og bauð fólki upp á kjötsúpu á meðan við skráðum alla inn,“ segir Birgir. Að sögn Birgis voru flestir í ágætu standi en leiðir á biðinni. Einhverjir voru kaldir og blautir. Veðrið í Norðurárdalnum er allt í lagi en upp á heiði er enn bandvitlaust og engin færð. „Það var fundur núna klukkan níu í Borgarnesi um hvernig eigi að tækla næstu skref. Bílarnir eru enn upp á heiði og það er verið að velta fyrir sér hvort það eigi að ná í þá núna eða í fyrramálið.“ Samkvæmt heimildum Vísis er flutningabíll á hliðinni uppi á Holtavörðuheiði. Mannmergð er veðurteppt norðan heiðarinnar og hefur komið til tals að reyna að koma einhverjum bílum yfir hana í kvöld til að létta á Staðarskála, Reykjaskóla og Hvammstanga. „Það er verið að meta ástandið eins og staðan er núna,“ segir Kristján Pétursson hjá björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi. „Vegagerðin tekur stöðuna og svo ákveðum við næstu skref í kjölfarið en ég veit ekki enn hver þau verða.“ Tengdar fréttir Rúmlega 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála „Hér er dýrvitlaust veður,“ segir Kristján Jóhannsson en ferðalangar bíða eftir því að Holtavörðuheiðin verði opnuð. 25. janúar 2015 19:07 Holtavörðuheiði lokað Búið er að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxársdalsheiði vegna mikillar hálku og óveðurs. 25. janúar 2015 15:36 Samgöngur víða úr skorðum Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og seinkun á millilandaflugi. 25. janúar 2015 15:53 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Fjöldahjálparstöð var opnuð á Bifröst í kvöld vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Tæplega tuttugu manns var bjargað úr bílum sínum af heiðinni og niður til byggða. „Þetta er í raun í fyrsta skipti sem þetta er gert hér,“ segir Birgir Hauksson en hann og Gróa, kona hans, tóku á móti ferðalöngum. „Hingað komu um tuttugu manns úr tíu til fimmtán bílum sem voru skildir eftir á heiðinni. Þeir sem vildu fengu gistingu á Bifröst en aðrir létu sækja sig og gista annars staðar. Kaffihúsið opnaði og bauð fólki upp á kjötsúpu á meðan við skráðum alla inn,“ segir Birgir. Að sögn Birgis voru flestir í ágætu standi en leiðir á biðinni. Einhverjir voru kaldir og blautir. Veðrið í Norðurárdalnum er allt í lagi en upp á heiði er enn bandvitlaust og engin færð. „Það var fundur núna klukkan níu í Borgarnesi um hvernig eigi að tækla næstu skref. Bílarnir eru enn upp á heiði og það er verið að velta fyrir sér hvort það eigi að ná í þá núna eða í fyrramálið.“ Samkvæmt heimildum Vísis er flutningabíll á hliðinni uppi á Holtavörðuheiði. Mannmergð er veðurteppt norðan heiðarinnar og hefur komið til tals að reyna að koma einhverjum bílum yfir hana í kvöld til að létta á Staðarskála, Reykjaskóla og Hvammstanga. „Það er verið að meta ástandið eins og staðan er núna,“ segir Kristján Pétursson hjá björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi. „Vegagerðin tekur stöðuna og svo ákveðum við næstu skref í kjölfarið en ég veit ekki enn hver þau verða.“
Tengdar fréttir Rúmlega 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála „Hér er dýrvitlaust veður,“ segir Kristján Jóhannsson en ferðalangar bíða eftir því að Holtavörðuheiðin verði opnuð. 25. janúar 2015 19:07 Holtavörðuheiði lokað Búið er að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxársdalsheiði vegna mikillar hálku og óveðurs. 25. janúar 2015 15:36 Samgöngur víða úr skorðum Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og seinkun á millilandaflugi. 25. janúar 2015 15:53 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Rúmlega 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála „Hér er dýrvitlaust veður,“ segir Kristján Jóhannsson en ferðalangar bíða eftir því að Holtavörðuheiðin verði opnuð. 25. janúar 2015 19:07
Holtavörðuheiði lokað Búið er að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxársdalsheiði vegna mikillar hálku og óveðurs. 25. janúar 2015 15:36
Samgöngur víða úr skorðum Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og seinkun á millilandaflugi. 25. janúar 2015 15:53