Fjórir af stofnendum Mjölnis voru heiðraðir á árshátíð félagsins um helgina fyrir vel unnin störf í gegnum árin en félagið er 10 ára á árinu.
Fjórmenningunum var þakkað fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu Mjölnis en þeir hafa unnið gríðarlega mikla sjálfboðavinnu fyrir félagið til fjölda ára og starfa allir fyrir Mjölni enn í dag.
Þessir fjórir voru: Bjarni Baldursson (þjálfari), Haraldur Dean Nelson (framkvæmdarstjóri Mjölnis og umboðsmaður), Jón Viðar Arnþórsson (formaður Mjölnis og yfirþjálfari) og Gunnar Nelson (þjálfari og atvinnubardagamaður hjá UFC).
Gunnar Nelson er einn fremsti bardagamaður Íslands fyrr og síðar og faðir hans hefur farið fyrir útbreiðslu blandaðar bardagalistar á Íslandi.
Jóni Viðar hefur verið höfuð Mjölnis meira og minna frá stofnun og er enn. Hann hefur líkt og Haraldur farið fyrir útbreiðslu MMA á Íslandi. Bjarni kenndi mest á sínum tíma og þá allt í sjálfboðavinnu.
Félagarnir fjórir fengu glæsilegan skjöld merktum þeim í rúnastíl en skildina má sjá í myndinni hér fyrir ofan.
