Erlent

Kínverjar flestir á faraldsfæti

guðsteinn bjarnason skrifar
Kínverskir farþegar komnir til Peking fyrir nýárið.
Kínverskir farþegar komnir til Peking fyrir nýárið. vísir/EPA
Í Kína eru hundruð milljóna manna á ferðalagi þessa dagana vegna áramótanna, sem haldin eru hátíðleg víða í Asíu um þessar mundir.

Ár sauðkindarinnar hefst í dag, en er sums staðar kallað ár geithafursins.

Kínversk stjórnvöld segjast reikna með því að nærri þrír milljarðar ferða verði farnir með bílum, flugvélum eða járnbrautarlestum þessar vikurnar þegar landsmenn ferðast til æskustöðva sinna til að halda upp á áramótin með ættingjunum.

Svipaða sögu er að segja frá mörgum öðrum Asíulöndum þar sem fólk notar hátíðisdagana til að ferðast og heimsækja ættingja sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×