Erlent

Skaut sig þegar hún var að laga byssuhulstrið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglan segir að hulstrið hafi verið fest við brjóstahaldara konunnar.
Lögreglan segir að hulstrið hafi verið fest við brjóstahaldara konunnar. Vísir/Getty Images
Fimmtíu og fimm ára gömul kona frá Michigan lést eftir að hafa skotið slysaskoti úr byssu sinni þegar hún var að laga byssuhulstur sem var fast við brjóstahaldara hennar.

Samkvæmt lögreglunni í St Joseph í Michigan var konan, sem hét Christina Bond, að lagfæra hulstri og horfði því niður að byssunni. Á meðan hún var að færa hulstrið til skaut hún óvart af byssunni en skotið hæfði hana í framan.

Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við blaðið Kalamazoo Gazette að konan hafi verið flutt með sjúkraflugi á spítala þar sem hún mun hafa látist, daginn eftir slysaskotið. Fyrst var greint frá atvikinu í gær, miðvikudag, en það átti sér stað um áramótin.

Enn er beðið eftir lokaniðurstöðum úr krufningu.

Fyrir liggur að konan hlaut grunnþjálfun um meðferð skotvopna en hún var í tvö ár í bandaríska sjóhernum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×