Rýmri reglur um staðgöngumæðrun kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 09:15 Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við drög að nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og er ekki viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. vísir/Epa Reglur um yfirfærslu foreldraréttar hvað varðar staðgöngumæðrun eru mun rýmri en reglur um ættleiðingu í nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu, veltir því fyrir sér hvers vegna svo sé og segir suma hafa velt því upp hvort ekki ætti frekar að gera ættleiðingu auðveldari fremur en að heimila staðgöngumæðrun. Enda sé sú leið umdeild og flókin í framkvæmd. „Samkvæmt lögum um ættleiðingar eru gerðar kröfur um að fólk sem vill ættleiða séu hjón eða hafi verði í skráðri sambúð í a.m.k. fimm ár. Einhleypum er heimilað að ættleiða ef sérstaklega stendur á og það er ótvírætt barninu til hagsbóta. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að hjón eða einstaklingar í sambúð sem hafi varað a.m.k. þrjú ár geti nýtt þennan möguleika, að freista þess að eignast barn fyrir milligöngu staðgöngumóður. Einhleypir geta farið þessa leið, standi sérstaklega á og „ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara“, eins og segir í 9. gr. frumvarpsdraganna. Ingibjörg tekur fram að hún hafi aðeins skoðað drög að frumvarpi til laga sem heimilar staðgöngumæðrun og ekki kynnt sér þá greinargerð sem mun fylgja með frumvarpinu þegar það verður lagt fram. „Ferlið er auðvitað ekki það sama. Þegar um staðgöngumæðrun er að ræða fylgja væntanlegir foreldrar meðgöngunni frá byrjun og mynda hugsanlega/líklega strax sterk tengsl en oftast þegar um ættleiðingu er að ræða þá er barnið fætt þegar ættleiðingarferlið byrjar og kannski getur verið flóknara og erfiðara að mynda tengslin og því hugsanlega þess vegna sem krafa er gerð um lengri sambúð ættleiðingarforeldranna. Hvort þetta er einhver skýring get ég auðvitað ekki fullyrt. Sumir hafa velt því upp hvort jafnvel ætti ekki frekar að gera ættleiðingu auðveldari, væntanlega þá rýmka skilyrðin, fremur en að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni því sú leið sé enn umdeild og flókin í framkvæmd. Erfitt sé að setja reglur um öll þau álitamál sem staðgöngumæðrun varða.“ Jafnréttisstofa hefur samið umsögn um frumvarpsdrögin. Þar segir að Jafnréttisstofa sé ekki að svo stöddu viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. Gerðar eru athugasemdir við fjölda atriða, um fjárhagsstöðu staðgöngumæðra, ráðgjöf og réttaráhrif samþykkis og viljayfirlýsingu, börn sem fæðast erlendis og hvernig mögulegt sé að banna að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun. Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Reglur um yfirfærslu foreldraréttar hvað varðar staðgöngumæðrun eru mun rýmri en reglur um ættleiðingu í nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu, veltir því fyrir sér hvers vegna svo sé og segir suma hafa velt því upp hvort ekki ætti frekar að gera ættleiðingu auðveldari fremur en að heimila staðgöngumæðrun. Enda sé sú leið umdeild og flókin í framkvæmd. „Samkvæmt lögum um ættleiðingar eru gerðar kröfur um að fólk sem vill ættleiða séu hjón eða hafi verði í skráðri sambúð í a.m.k. fimm ár. Einhleypum er heimilað að ættleiða ef sérstaklega stendur á og það er ótvírætt barninu til hagsbóta. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að hjón eða einstaklingar í sambúð sem hafi varað a.m.k. þrjú ár geti nýtt þennan möguleika, að freista þess að eignast barn fyrir milligöngu staðgöngumóður. Einhleypir geta farið þessa leið, standi sérstaklega á og „ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara“, eins og segir í 9. gr. frumvarpsdraganna. Ingibjörg tekur fram að hún hafi aðeins skoðað drög að frumvarpi til laga sem heimilar staðgöngumæðrun og ekki kynnt sér þá greinargerð sem mun fylgja með frumvarpinu þegar það verður lagt fram. „Ferlið er auðvitað ekki það sama. Þegar um staðgöngumæðrun er að ræða fylgja væntanlegir foreldrar meðgöngunni frá byrjun og mynda hugsanlega/líklega strax sterk tengsl en oftast þegar um ættleiðingu er að ræða þá er barnið fætt þegar ættleiðingarferlið byrjar og kannski getur verið flóknara og erfiðara að mynda tengslin og því hugsanlega þess vegna sem krafa er gerð um lengri sambúð ættleiðingarforeldranna. Hvort þetta er einhver skýring get ég auðvitað ekki fullyrt. Sumir hafa velt því upp hvort jafnvel ætti ekki frekar að gera ættleiðingu auðveldari, væntanlega þá rýmka skilyrðin, fremur en að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni því sú leið sé enn umdeild og flókin í framkvæmd. Erfitt sé að setja reglur um öll þau álitamál sem staðgöngumæðrun varða.“ Jafnréttisstofa hefur samið umsögn um frumvarpsdrögin. Þar segir að Jafnréttisstofa sé ekki að svo stöddu viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. Gerðar eru athugasemdir við fjölda atriða, um fjárhagsstöðu staðgöngumæðra, ráðgjöf og réttaráhrif samþykkis og viljayfirlýsingu, börn sem fæðast erlendis og hvernig mögulegt sé að banna að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun.
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira