Erlent

Svíar sæki um aðild að NATO

ingibjörg bára sveinsdóttir skrifar
Fánar aðildarríkja NATO.
Fánar aðildarríkja NATO.
Leiðtogi hægrimanna í Svíþjóð, Anna Kinberg Batra, kveðst vonast til að Stefan Löfven forsætisráðherra hlusti á forsætisráðherra Finnlands, Juha Sipilä, sem er opinn fyrir aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO.

Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Batra að það sé ekkert leyndarmál að sænski hægriflokkurinn sé hlynntur NATO-aðild. Hún kveðst vilja áætlun með umræðum um aðild sem byggi á þekkingu og staðreyndum. Hægriflokkurinn sjái fyrir sér umsókn um NATO-aðild á næsta kjörtímabili. Samkvæmt áliti vinnuhóps hægrimanna er aðild að NATO eini hugsanlegi kosturinn til þess að styrkja öryggi og varnir Svíþjóðar til langs tíma litið.

Flokkurinn hefur áður lagt til aðild að NATO en nú hefur verið nefndur sérstakur tími fyrir umsókn, það er eftir kosningarnar 2018. Haft verður samráð við systurflokka í aðildarríkjum NATO, meðal annars Noregi og Þýskalandi, við undirbúning umsóknar sem gjarnan megi vera sameiginleg með umsókn Finna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×