Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:27 Kristján Loftsson, eigandi Hvals. vísir/anton brink Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“ Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira