Erlent

27 handteknir eftir skotbardaga í Malmö

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Til skotbardaga kom í Malmö í nótt þegar skotið var á íbúðarhús. Skothríðinni var svarað úr húsinu en engan sakaði í átökunum sem lögreglan segir tengjast baráttu tveggja glæpagengja. Fjöldi lögreglumanna voru fljótir á vettvang og hafa 27 manns verið handteknir vegna bardagans.

Í samtali við SVT segir lögreglan að mikil mildi sé að engan hafi sakað. Þá eru margir hinna handteknu sakaðir um tilraun til morðs, að brjóta gegn vopnalögum og aðra ofbeldisglæpi.

Lögreglan vill ekki segja til um hvert skotmark árásarinnar hafi verið né hvort að hún tengist átökum sem voru í hverfinu á sunnudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×