Erlent

Eistar reisa girðingu á rússnesku landamærunum

Atli Ísleifsson skrifar
Narova-fljót sem liggur á landamærum Eistlands og Rússlands.
Narova-fljót sem liggur á landamærum Eistlands og Rússlands. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að reisa um 110 kílómetra laga girðingu á landamærunum að Rússlandi. Girðingin á að vera 2,5 metri á hæð og þykir skýrt merki um versnandi öryggisástand í álfunni.

Toomas Viks, talsmaður eistneska innanríkisráðuneytisins, segir að markmiðið með framkvæmdinni sé að efla eftirlit á landamærunum til að tryggja megi öryggi Eistlands og Schengen-svæðisins.

Verkið á að hefjast árið 2018 og vera klárt ári síðar. Girðingin mun ekki ná yfir landamærin öll en ekki verður reist girðing á mýrarsvæðum.

Eistland, líkt og Lettland og Litháen, er aðili að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Samband Rússlands og Eystrasaltsríkjanna hefur versnað til muna síðustu ár, sér í lagi eftir að átök úkraníska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hófust á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×