Erlent

Segjast hafa fundið orsök dauða ísbjarnarins Knúts

Atli Ísleifsson skrifar
Knútur ásamt dýrahirðinum Thomas Doerflein árið 2007.
Knútur ásamt dýrahirðinum Thomas Doerflein árið 2007. Vísir/AFP
Vísindamenn segjast nú geta útskýrt um ástæður þess að ísbjörninn Knútur drapst í dýragarðinum í Berlín árið 2011.

Í frétt BBC segir að Knútur hafi fengið heilabólgu vegna sjálfsofnæmis, en slíkt þekkist einnig í mönnum.

Knútur var á tímabili frægasti ísbjörn heims, eftir að móðir hans vildi ekkert með hann hafa og starfsmaður dýragarðsins tók að sér að sjá um hann.

Knútur rataði í fjölmiðla víðs vegar um heim og var meðal annars á forsíðu Vanity Fair tímaritsins.

Ísbjörninn drapst eftir að hafa fengið flog og fallið í tjörnina sína fyrir augum fjölda dýragarðsgesta sem höfðu lagt leið sína í garðinn til að bera hann augum. Hann komst aldrei til meðvitundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×