Erlent

Umsvifamesti eiturlyfjabarón Mexíkó handtekinn

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir náinna samstarfsmanna Gomez voru líka handteknir í aðgerðum dagsins.
Fjölmargir náinna samstarfsmanna Gomez voru líka handteknir í aðgerðum dagsins. Vísir/AFP
Lögregla í Mexíkó hefur handtekið Servando „La Tuta“ Gomez, einn umsvifamesta eiturlyfjabarón landsins.

Gomez var handtekinn í bænum Morelia í fylkinu Michoacan. Að sögn lögregla var Gomez handtekinn án þess að lögregla hafi þurft að beita skotvopnum.

Gomez starfaði áður sem kennari en fór síðar að versla með eiturlyf og náði í kjölfarið miklum ítökum í Michoacan.

Handtakan er talinn mikill sigur fyrir Enrique Pena Nieto Mexíkóforseta og ríkisstjórn hans en þeir heyja nú mikla baráttu gegn eiturlyfjahringjum í landinu.

Fjölmargir náinna samstarfsmanna Gomez voru líka handteknir í aðgerðum dagsins.

Gomez hefur komist hjá handtöku um margra ára skeið á meðan aðrir eiturlyfjabarónar hafa ýmist verið teknir höndum eða verið drepnir.

Mexíkósk yfirvöld höfðu boðið tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir þann sem kæmi upplýsingum til lögreglu sem myndu leiða til handtöku Gomez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×