Erlent

Vilhjálmur prins: FIFA þarf að breytast

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Breski prinsinn kallaði eftir því að styrktaraðilar þrýstu á að breytingar yrðu gerðar hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu.
Breski prinsinn kallaði eftir því að styrktaraðilar þrýstu á að breytingar yrðu gerðar hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Vísir/AFP
Vilhjálmur Bretaprins hefur biðlað til stjórnenda  FIFA  að sýna að alþjóða knattspyrnusambandið geti staðið fyrir  sanngirni  og sett íþróttina í fyrsta sæti. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt fyrir bikarúrslitaleik  Arsenal  og  Aston  Villa í kvöld en hann er forseti bikarkeppninnar. 



Prinsinn hvatti styrktaraðila og aðra stuðningsmenn sambandsins að nota áhrif sín til að knýja á úrbætur hjá  FIFA .



Sambandið hefur verið í sviðsljósinu eftir að sjö hátt settir fulltrúar þess voru handteknir fyrir ársþing  FIFA  sem fram fór fyrir helgi. Eru þeir ásamt fleirum tengdum aðilum ákærðir fyrir spillingu og mútuþægni í störfum sínum fyrir sambandið. 



Uppnám varð á fundinum vegna þessa og var hart sótt að  Sepp   Blatter , forseta  FIFA , sem þó náði endurkjöri til næstu fjögurra ára á föstudag.



Fréttir hafa einnig borist af því að svissnesk stjórnvöld hafa sett af stað sjálfstæða sakamálarannsókn vegna ákvarðana um að halda heimsmeistaramótin í knattspyrnu árin 2018 og 2022 í Rússlandi og Katar.



Vilhjálmur bar stöðuna hjá  FIFA  við spillingarmál sem upp komu í tengslum við Ólympíuleikana í Salt  Late   City  árið 2002 en það mál varð til þess að úrbætur voru gerðar hjá Alþjóða Ólympíusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×