Verkalýðshreyfingin býr sig undir átök Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2015 14:20 Þessa dagana er fundað um kröfugerð innan einstakra félaga Starfsgreinasambandsins. Gengur ekki að bjóða verkafólki minna en hópum sem fengið hafa tugi prósenta í launahækkun. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira