Erlent

Réttað yfir manni sem drap hundinn Lucas

Samúel Karl Ólason skrifar
Hundinum Lucas var kastað út í á og honum drekkt.
Hundinum Lucas var kastað út í á og honum drekkt. Mynd/Minnesgruppe for Lucas
Réttarhöld standa nú yfir 28 ára gömlum manni í Noregi sem sakaður er um að hafa drekkt hundinum Lucas. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsi, en hann batt hundinn við steypuklump og kastaði út í á.

Fólk á árabát fann hann svo út í ánni og tóku þau hræið um borð. Fjallað er um málið á vef VG í Noregi.

Lucas var blendingur sem var tæplega tveggja ára gamall.

VG segir að málið hafi ollið miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum og að hundrað manns hafi mætt á minningarathöfn Lucas. Þá var stofnuð minningarsíða um hann á Facebook.

Tveimur dögum eftir að hræið fannst játaði eigandi hans að hafa kastað hundinum út í ánna. Hann sagðist hafa reynt að gera það á eins mannúðlegan hátt og honum datt í hug. Hann hafði fengið Lucas úr athvarfi, en hann hafði átt marga eigendur áður. Eigandinn var ákærður fyrir brot á dýraverndarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×