PAOK gengur hart á eftir Alfreð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2015 19:00 Alfreð í leik með Real Sociedad á síðasta tímabili. Vísir/Getty Gríska félagið PAOK er ekki búið að gefast upp á því að fá Alfreð Finnbogason að láni frá spænska félaginu Real Sociedad. Spænska dagblaðið AS segir frá því að Frank Arnesen, nýr framkvæmdastjóri PAOK, hafi fundað með Jokin Aperribay, forseta Real Sociedad, um mögulegan lánssamning. Fjölmiðlar ytra hafa fjallað um áhuga PAOK á Alfreð í nokkurn tíma og var um tíma fullyrt að framherjinn væri á leið til Grikklands enda hafi Real Sociedad gengið að tilboði gríska félagsins. Fótbolti.net fullyrti að svo væri ekki. Lítið hefur heyrst af málinu að undanförnu en Arnesen, sem var áður yfirmaður íþróttamála hjá Tottenham, Chelsea og Hamburg, leggur samkvæmt frétt AS mikla áherslu á að fá Alfreð. Enn fremur segir í fréttinni að nokkur evrópsk félög hafi áhuga á Alfreð, sem sé ekki í myndinni hjá David Moyes, stjóra Real Sociedad, að svo stöddu. PAOK er sagt tilbúið að taka yfir samning Alfreðs en sé ekki reiðubúið að greiða aukalega fyrir lánssamninginn, eins og forráðamenn spænska félagsins vilja. Viðræður eru þó enn sagðar standa yfir enda sé Arnesen harðákveðinn í því að Alfreð sé rétti maðurinn til að leiða sóknarlínu PAOK á næsta tímabili. Alfreð hefur verið í fríi á Íslandi síðustu daga og heldur að öllu óbreyttu utan um helgina og mun þá hefja æfingar með Real Sociedad. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Alfreð á leið til Grikklands Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins, er sagur vera á leið til PAOK á eins árs lánssamningi, en þetta kemur fram í grískum fjölmiðlum. 28. júní 2015 14:33 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Gríska félagið PAOK er ekki búið að gefast upp á því að fá Alfreð Finnbogason að láni frá spænska félaginu Real Sociedad. Spænska dagblaðið AS segir frá því að Frank Arnesen, nýr framkvæmdastjóri PAOK, hafi fundað með Jokin Aperribay, forseta Real Sociedad, um mögulegan lánssamning. Fjölmiðlar ytra hafa fjallað um áhuga PAOK á Alfreð í nokkurn tíma og var um tíma fullyrt að framherjinn væri á leið til Grikklands enda hafi Real Sociedad gengið að tilboði gríska félagsins. Fótbolti.net fullyrti að svo væri ekki. Lítið hefur heyrst af málinu að undanförnu en Arnesen, sem var áður yfirmaður íþróttamála hjá Tottenham, Chelsea og Hamburg, leggur samkvæmt frétt AS mikla áherslu á að fá Alfreð. Enn fremur segir í fréttinni að nokkur evrópsk félög hafi áhuga á Alfreð, sem sé ekki í myndinni hjá David Moyes, stjóra Real Sociedad, að svo stöddu. PAOK er sagt tilbúið að taka yfir samning Alfreðs en sé ekki reiðubúið að greiða aukalega fyrir lánssamninginn, eins og forráðamenn spænska félagsins vilja. Viðræður eru þó enn sagðar standa yfir enda sé Arnesen harðákveðinn í því að Alfreð sé rétti maðurinn til að leiða sóknarlínu PAOK á næsta tímabili. Alfreð hefur verið í fríi á Íslandi síðustu daga og heldur að öllu óbreyttu utan um helgina og mun þá hefja æfingar með Real Sociedad.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Alfreð á leið til Grikklands Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins, er sagur vera á leið til PAOK á eins árs lánssamningi, en þetta kemur fram í grískum fjölmiðlum. 28. júní 2015 14:33 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Alfreð á leið til Grikklands Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins, er sagur vera á leið til PAOK á eins árs lánssamningi, en þetta kemur fram í grískum fjölmiðlum. 28. júní 2015 14:33