Erlent

Keyra annan hvern dag

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mengun er mikil víðs vegar í borgum Indlands.
Mengun er mikil víðs vegar í borgum Indlands.
Frá og með fyrsta janúar munu ökumenn í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, einungis mega keyra bíl sinn annan hvern dag. Yfirvöld í borginni kynntu í gær þessi áform sín.

Nýju reglurnar eru til þess að bregðast við loftslagsvandanum en fáar borgir í heiminum menga meira en Nýja-Delí. Voru þær settar fram eftir úrskurð æðsta dómstóls borgarinnar um að aðgerða væri þörf. „Það er eins og við búum í gasklefa,“ segir meðal annars í úrskurðinum.

Bílum með skráningarnúmer sem enda á oddatölu mun leyfast að keyra á mánaðardögum sem enda á oddatölu en hið gagnstæða mun gilda um bíla með skráningarnúmer sem enda á sléttri tölu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×