Ábyrgð ríkja til að vernda borgara sína Kristjana Fenger skrifar 5. desember 2015 07:00 Undanfarið hef ég rannsakað konur á flótta og hvernig ofbeldi sem konur verða fyrir fellur að Flóttamannahugtakinu. Það er það hugtak sem úrskurðar um hvort einstaklingar fái stöðu flóttamanns eða ekki en til þess að fá veitta vernd á grundvelli þess þarf einstaklingur að uppfylla þó nokkur skilyrði. Um þetta væri hægt að skrifa fjölmörg orð en hér er stiklað á afar stóru. Eitt af fjölmörgum vandamálunum við framgang kynbundinna ofsókna í málsmeðferð hælisumsókna er að ofbeldi á sér oft stað í einrúmi, framið af aðilum ótengdum ríkinu. Þessi staða getur leitt af sér veruleg sönnunarvandræði og reynir á hvort stjórnvöld og réttarkerfi séu í stakk búin að veita fórnarlömbum árangursríka vernd. Stundum veita ríki ekki slíka vernd þar sem ofbeldi er ekki gert refsivert eða ekki er aðhafst vegna brota sem eru kærð á grundvelli laga sem eru til staðar. Rannsóknir og tölfræði benda til þess að gögn um kynbundið ofbeldi séu oft á tíðum ekki aðgengileg þar sem brotin eru ekki tilkynnt eða ekki er saksótt fyrir þau. Í ákveðnum ríkjum eru stjórnvöld ófús til að birta gögn og tölur er varða konur þar sem kynbundið ofbeldi er kerfisbundið þaggað niður. Því getur verið erfitt að nálgast upplýsingar og alþjóðlegar skýrslur um slík brot. Einnig getur verið vandamál að konur hafa víða í heiminum takmarkaðan aðgang að upplýsingum og að gögnum er byggja undir trúverðugleika hælisumsóknar.Haldlítill listi Tvær meginkenningar eru við lýði um hvers konar ábyrgð ríki bera á ofsóknum og mannréttindabrotum sem framin eru á þegnum þeirra af aðilum sem eru ótengdir ríkinu sjálfu. Annars vegar er það sjónarmið um beina ábyrgð eða samsekt ríkis, en þá þarf ásetningur að liggja fyrir hjá ríki að bregðast ekki við ofsóknum og veita vernd. Ekki sé um ofsóknir að ræða ef ríkið er ekki í stakk búið til þess að vernda einstaklinginn og talið að ekki eigi að fordæma ríki fyrir að hafa ekki burði til að vernda borgara sína. Hins vegar er það verndarsjónarmiðið og er aðalmarkmið þeirrar nálgunar að finna viðeigandi lausn á vandamálinu. Þar er fjarvera fullnægjandi verndar nóg til þess að ríkið beri ábyrgð og verndarandlagið gert að áherslupunkti og horft er á brotið út frá sjónarhóli þolanda en ekki geranda. Algengt er í ákvörðunum útlendingayfirvalda að litið sé til viðleitni heimaríkja umsækjanda til þess að bæta ástandið þrátt fyrir að sú viðleitni skili fórnarlömbunum mögulega engum árangri. Í umræðu um alþjóðlega vernd er stundum talað um örugg ríki, þ.e. ríki sem talin eru vernda borgara sína fyrir ofbeldi eða öðru óréttlæti sem þeir kunna að verða fyrir og þaðan þurfi enginn að flýja og fá vernd í öðru ríki. Aftur á móti er hægt að færa fyrir því rök að slíkur listi sé haldlítill þar sem nær ómögulegt er að vita með vissu hvar ofsóknir hefjast og eiga sér stað. Hægt er að spyrja sig hvort staða kvenna á flótta frá ríkjum þar sem almennt er viðurkennt að réttindi þeirra séu fótum troðin sé í raun svo ólík stöðu þeirra kvenna sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi hérlendis? Ætli það sé hægt að færa rök fyrir því að þær konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi hérlendis verði í raun fyrir kynbundnum ofsóknum þar sem þær eru ekki verndaðar af íslenskum stjórnvöldum? Hvað ætli séu margar konur sem hafa þurft að flýja heimili sín hérlendis vegna kynbundins ofbeldis?Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég rannsakað konur á flótta og hvernig ofbeldi sem konur verða fyrir fellur að Flóttamannahugtakinu. Það er það hugtak sem úrskurðar um hvort einstaklingar fái stöðu flóttamanns eða ekki en til þess að fá veitta vernd á grundvelli þess þarf einstaklingur að uppfylla þó nokkur skilyrði. Um þetta væri hægt að skrifa fjölmörg orð en hér er stiklað á afar stóru. Eitt af fjölmörgum vandamálunum við framgang kynbundinna ofsókna í málsmeðferð hælisumsókna er að ofbeldi á sér oft stað í einrúmi, framið af aðilum ótengdum ríkinu. Þessi staða getur leitt af sér veruleg sönnunarvandræði og reynir á hvort stjórnvöld og réttarkerfi séu í stakk búin að veita fórnarlömbum árangursríka vernd. Stundum veita ríki ekki slíka vernd þar sem ofbeldi er ekki gert refsivert eða ekki er aðhafst vegna brota sem eru kærð á grundvelli laga sem eru til staðar. Rannsóknir og tölfræði benda til þess að gögn um kynbundið ofbeldi séu oft á tíðum ekki aðgengileg þar sem brotin eru ekki tilkynnt eða ekki er saksótt fyrir þau. Í ákveðnum ríkjum eru stjórnvöld ófús til að birta gögn og tölur er varða konur þar sem kynbundið ofbeldi er kerfisbundið þaggað niður. Því getur verið erfitt að nálgast upplýsingar og alþjóðlegar skýrslur um slík brot. Einnig getur verið vandamál að konur hafa víða í heiminum takmarkaðan aðgang að upplýsingum og að gögnum er byggja undir trúverðugleika hælisumsóknar.Haldlítill listi Tvær meginkenningar eru við lýði um hvers konar ábyrgð ríki bera á ofsóknum og mannréttindabrotum sem framin eru á þegnum þeirra af aðilum sem eru ótengdir ríkinu sjálfu. Annars vegar er það sjónarmið um beina ábyrgð eða samsekt ríkis, en þá þarf ásetningur að liggja fyrir hjá ríki að bregðast ekki við ofsóknum og veita vernd. Ekki sé um ofsóknir að ræða ef ríkið er ekki í stakk búið til þess að vernda einstaklinginn og talið að ekki eigi að fordæma ríki fyrir að hafa ekki burði til að vernda borgara sína. Hins vegar er það verndarsjónarmiðið og er aðalmarkmið þeirrar nálgunar að finna viðeigandi lausn á vandamálinu. Þar er fjarvera fullnægjandi verndar nóg til þess að ríkið beri ábyrgð og verndarandlagið gert að áherslupunkti og horft er á brotið út frá sjónarhóli þolanda en ekki geranda. Algengt er í ákvörðunum útlendingayfirvalda að litið sé til viðleitni heimaríkja umsækjanda til þess að bæta ástandið þrátt fyrir að sú viðleitni skili fórnarlömbunum mögulega engum árangri. Í umræðu um alþjóðlega vernd er stundum talað um örugg ríki, þ.e. ríki sem talin eru vernda borgara sína fyrir ofbeldi eða öðru óréttlæti sem þeir kunna að verða fyrir og þaðan þurfi enginn að flýja og fá vernd í öðru ríki. Aftur á móti er hægt að færa fyrir því rök að slíkur listi sé haldlítill þar sem nær ómögulegt er að vita með vissu hvar ofsóknir hefjast og eiga sér stað. Hægt er að spyrja sig hvort staða kvenna á flótta frá ríkjum þar sem almennt er viðurkennt að réttindi þeirra séu fótum troðin sé í raun svo ólík stöðu þeirra kvenna sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi hérlendis? Ætli það sé hægt að færa rök fyrir því að þær konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi hérlendis verði í raun fyrir kynbundnum ofsóknum þar sem þær eru ekki verndaðar af íslenskum stjórnvöldum? Hvað ætli séu margar konur sem hafa þurft að flýja heimili sín hérlendis vegna kynbundins ofbeldis?Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar