Engin lokuð múslímasvæði til í Frakklandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 15:02 Um fimm milljónir múslíma eru í Frakklandi. Vísir/AP Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna. Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna.
Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14