Engin lokuð múslímasvæði til í Frakklandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 15:02 Um fimm milljónir múslíma eru í Frakklandi. Vísir/AP Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna. Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Engin svæði eru í Frakklandi þar sem múslímar ráða einir ríkjum og fólk af öðrum trúarbrögðum hættir sér ekki inn á. Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í and-íslamssamtökunum PEGIDA, fullyrti það hinsvegar í gær. Í viðtali í Harmageddon sagði hún í gær að 700 svæði væru í Frakklandi undir yfirráðum múslíma sem fólk af öðrum trúarbrögðum færu ekki inn á. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram en öfgahópar sem berjast gegn múslímum og fyrir harðari innflytjendastefnu hafa sagt svæðin vera til. Svæðin sem um ræðir hafa hinsvegar ekkert með trúarbrögð að gera. Zone urbaine sensible, oftast stytt í ZUS, eru svæði sem frönsk stjórnvöld skilgreindu árið 1997 sem staði sem þyrfti að veita sérstaka athygli þegar kæmi að uppbyggingu. Nafnið gæti útlagst sem viðkvæm þéttbýlissvæði á íslensku. Svæðin eru samtals 751. Meðal ástæðna fyrir því að staðir hafa endað á listanum er hátt hlutfall íbúa í félagslegu húsnæði, hátt hlutfall atvinnuleysis og lágt hlutfall þeirra sem útskrifast úr skóla. Hvergi er minnst á trúarbrögð í skilgreiningu á þeim svæðum sem á listanum eru. Arnbjörg Soffía Árnadóttir er búsett í Frakklandi og hefur komið inn á eitt af svæðunum sem skilgreind eru á ZUS-listanum. „Ég bý bara hérna við hliðina á svæði sem heitir Saint Michel. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki tekið eftir að það sé eitthvað sérstakt svæði,“ segir hún og nefnir að svæðið dragi nafn sitt af kirkju sem er á svæðinu. „Þetta er svolítið týpískt svæði í útjaðri miðbæjarins. Þetta er alveg vel inni í borginni og bara svipað og öll önnur svæði sem eru ekki alveg hluti af miðbænum án þess að vera úthverfi. Þetta er frekar kósý og oft mikið um að vera; til dæmis flóamarkaður,“ segir Arnbjörg. „Það er ekki mikill munur á þessu svæði og öðrum.“ Sjálf segist hún ekki óttast að fara inn á ZUS svæði og segist ekki finna fyrir hræðslu á meðal annarra. Þá segir hún svæðin ekkert hafa með múslíma að gera þó að vel geti verið að hlutfall múslíma á einhverjum af svæðunum sé hærra en annarstaðar á landinu. „Það er algjörlega rangt að þessi listi hafi eitthvað að gera með íslam. Þetta eru heldur ekki nein sérstök gettó. Hann var settur saman af frönskum yfirvöldum til að hvetja viðkomandi bæjarstjórn til þess að byggja upp þessi svæði. Til dæmis að hvetja fyrirtæki og einkaaðila að kaupa og flytja fyrirtæki sín á þessi svæði með skattaívilnunum.“Uppfært klukkan 23.27 með leiðréttru nafni svæðanna.
Tengdar fréttir „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14