Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg

Félögin fimm sem um ræðir eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélag lögfræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist fagna úrskurði félagsdóms en ekki því að félögin þurfi að fara í verkfall á annað borð.
Verkfall geislafræðinga og lífeindafræðinga hefst svo á morgun og nær til 323 starfsmanna Landspítalans. Ekki var deilt um lögmæti þeirra aðgerða.
Tengdar fréttir

Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum
Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin:

Verkföll hefjast strax eftir páska
Fyrstu félagsmenn BHM fara í verkfall á þriðjudaginn, en næsti fundur samninganefnda ríkisins og BHM í kjaradeilu aðildarfélaga bandalagsins er ekki boðaður fyrr en á miðvikudag. Formaður BHM segir verkföllin koma til með að hafa mikl áhrif á samfélagið og gagnrýnir að ekki verði fundað í deilunni fyrr en eftir að verkföllin hefjast.

BHM heldur verkfallsboðun til streitu
BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða.

Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“
Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana.

Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall
Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum.

Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM
Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska.

Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra
Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd.

Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana
Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra.