Erlent

Veifaði skotvopni framan í unglinga í sundlaugarteiti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr myndbandinu.
Úr myndbandinu. mynd/youtube
Lögreglumaður í McKinney í Texas-ríki hefur verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa sýnt af sér óásættanlega starfshætti. Meðal þess sem hann gerði var að miða byssu á táninga og ganga of harkalega fram gegn fjórtán ára stelpu. Fjallað hefur verið um málið á NBC.

Atvikið átti sér stað á föstudag en lögregla hafði verið kölluð til vegna óláta í sundlaugarteiti í McKinney sem er skammt frá Dallas. Fjölmargir höfðu hringt og kvartað vegna láta og sögðu einhverjir að til átaka hefði komið á milli unglinganna.

Tólf lögreglumenn voru samankomnir á vettvangi þegar mest lét en framganga eins þeirra hefur vakið athygli og undran. Líkt og áður segir veifar hann meðal annars byssu framan í ungmennin og beitti fullharkalegum handtökum, að margra mati, er hann yfirbugaði unga stelpu.

Myndband af atvikinu hefur ratað á vefinn en myndatökumaðurinn heitir Brandon Brooks. Hann var nýkominn í veisluna og missti því af aðdraganda málsins. Óklippa útgáfu af því má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×