Erlent

Fjöldi fólks mótmælti kosningum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Íbúar í Tixtla leggja til atlögu við námsmenn sem reyndu að koma í veg fyrir að kosið yrði í skóla þeirra.
Íbúar í Tixtla leggja til atlögu við námsmenn sem reyndu að koma í veg fyrir að kosið yrði í skóla þeirra. Vísir/AFP
Víða í sunnanverðu Mexíkó kom til átaka í gær þegar hópar róttækra kennara og námsmanna reyndu að koma í veg fyrir framkvæmd kosninga.

Kosið var til neðri deildar þjóðþingsins, en einnig var kosið til ríkisþings í sautján af 31 sambandsríki landsins og enn fremur voru níu ríkisstjórar kosnir.

Enrique Pena Nieto forseti á mikið í húfi í þessum kosningum, þótt ekki sé hann sjálfur í kjöri, en hann hefur verið forseti í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×