Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 22:16 Vísir/Valli Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð. Fótbolti Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð.
Fótbolti Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira