Erlent

Rússneskir aðstoðarráðherrar á svörtum lista ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir hafa látist á átökum úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna síðustu mánuði.
Þúsundir hafa látist á átökum úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna síðustu mánuði. Vísir/AFP
Nöfn tveggja rússneskra aðstoðarráðherra eru á nýjum svörtum lista Evrópusambandsins yfir þá sem hafa fengið eignir sínar frystar í vegna ástandsins í Úkraínu.

Á meðal þeirra nítján einstaklinga og níu samtaka sem er refsað fyrir að hafa grafið undan fullveldi Úkraínu eru aðstoðarvarnarmálaráðherrarnir Arkadiy Bachin og Anatoly Antonov.

Starfandi yfirmaður rússneska hersins, Andrei Kartapolov, er einnig að finna á listanum. Einstaklingarnir og samtökin mega ekki ferðast innan ríkja ESB og geta ekki nálgast eignir sínar innan aðildarríkja sambandsins.

Á listanum eru einnig rússneskir þingmenn og fjórtán Úkraínumenn sem gegna pólitískum og hernaðarlegum stöðum í sjálfskipuðum lýðveldum í austurhluta Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×