Erlent

Tólf látnir í sjálfsvígssprengjuárás í Pakistan

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin er ein sú mannskæðasta í landinu frá því að öryggisgæsla var hert í landinu eftir blóðbaðið í skólanum í Peshawar fyrir rúmu ári.
Árásin er ein sú mannskæðasta í landinu frá því að öryggisgæsla var hert í landinu eftir blóðbaðið í skólanum í Peshawar fyrir rúmu ári. Vísir7AFP
Tólf manns hið minnsta eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við stjórnsýslubyggingu í norðvesturhluta Pakistan í morgun.

BBC greinir frá því að árásarmaðurinn hafi ekið á mótorhjóli inn fyrir hlið skrifstofubyggingar Þjóðskrár Pakistans í borginni Mardan þar sem hann sprengdi sjálfan sig í loft upp.

Lögreglustjórinn Faisal Shahzad segir að tólf séu nú látnir og fjölmargir séu særðir.

Árásin er ein sú mannskæðasta í landinu frá því að öryggisgæsla var hert í landinu eftir blóðbaðið í skólanum í Peshawar fyrir rúmu ári. Sjö menn réðust þá inn í herskóla og drápu 141 manns, þar af 132 skólabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×