Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2015 19:00 Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Ráðherra tók þó skýrt fram að ákvörðun um hvort brautinni yrði lokað yrði byggð á tillögum svokallaðrar Rögnunefndar. Harðar deilur eru um hvort flugbraut 06/24 sé nauðsynleg fyrir innanlandsflugið. Vinnuhópur, sem vann að áhættumati, klagaði Isavia fyrir jól til fimm ráðherra fyrir að leysa hópinn fyrirvaralaust frá störfum en birta samtímis niðurstöður Verkfræðistofunnar Eflu um nothæfisstuðla. Aðkoma Eflu er tortryggð vegna tengsla framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar við Knattspyrnufélagið Val og fjárfestingafélag Valsmanna, sem á ríkra hagsmuna að gæta. Isavia hefur nú skýrt frá því að það hafi verið vegna alvarlegra athugasemda frá Samgöngustofu sem áhættumatshópurinn var leystur upp. Hagsmunaaðilar innan hópsins hafi véfengt ný mæligögn, og viljað byggja á eldri og lakari veðurgögnum og einnig huglægu mati. Nýtt áhættumat Isavia með nýjum gögnum Eflu er nú komið á borð Samgöngustofu en forstjóri hennar, Þórólfur Árnason, kvaðst í dag ekkert vilja tjá sig um málið meðan það væri í vinnslu, né um hæfi Eflu. Vinnu við áhættumatið má rekja til samkomulags, sem gert var haustið 2013, milli ríkis, borgar og Icelandair. Í framhaldi af því sendi innanríkisráðherra bréf, þann 30. desember 2013, þar sem Isavia var falið að hefja undirbúning að lokun brautarinnar en jafnframt mælti ráðherra fyrir um formlega öryggisúttekt. „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verkefnastjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir,“ segir í bréfi innanríkisráðuneytis, fyrir hönd ráðherra, til Isavia. Til stóð að svokölluð Rögnunefnd lyki störfum nú um áramótin en nú er ljóst að starf hennar dregst fram á vor. Það virðist því blasa við að flugbrautin umdeilda fær að lifa að minnsta kosti út þennan vetur. Tengdar fréttir Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Ráðherra tók þó skýrt fram að ákvörðun um hvort brautinni yrði lokað yrði byggð á tillögum svokallaðrar Rögnunefndar. Harðar deilur eru um hvort flugbraut 06/24 sé nauðsynleg fyrir innanlandsflugið. Vinnuhópur, sem vann að áhættumati, klagaði Isavia fyrir jól til fimm ráðherra fyrir að leysa hópinn fyrirvaralaust frá störfum en birta samtímis niðurstöður Verkfræðistofunnar Eflu um nothæfisstuðla. Aðkoma Eflu er tortryggð vegna tengsla framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar við Knattspyrnufélagið Val og fjárfestingafélag Valsmanna, sem á ríkra hagsmuna að gæta. Isavia hefur nú skýrt frá því að það hafi verið vegna alvarlegra athugasemda frá Samgöngustofu sem áhættumatshópurinn var leystur upp. Hagsmunaaðilar innan hópsins hafi véfengt ný mæligögn, og viljað byggja á eldri og lakari veðurgögnum og einnig huglægu mati. Nýtt áhættumat Isavia með nýjum gögnum Eflu er nú komið á borð Samgöngustofu en forstjóri hennar, Þórólfur Árnason, kvaðst í dag ekkert vilja tjá sig um málið meðan það væri í vinnslu, né um hæfi Eflu. Vinnu við áhættumatið má rekja til samkomulags, sem gert var haustið 2013, milli ríkis, borgar og Icelandair. Í framhaldi af því sendi innanríkisráðherra bréf, þann 30. desember 2013, þar sem Isavia var falið að hefja undirbúning að lokun brautarinnar en jafnframt mælti ráðherra fyrir um formlega öryggisúttekt. „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verkefnastjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir,“ segir í bréfi innanríkisráðuneytis, fyrir hönd ráðherra, til Isavia. Til stóð að svokölluð Rögnunefnd lyki störfum nú um áramótin en nú er ljóst að starf hennar dregst fram á vor. Það virðist því blasa við að flugbrautin umdeilda fær að lifa að minnsta kosti út þennan vetur.
Tengdar fréttir Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30
Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29