Erlent

Viðbúnaður vegna fæðingar barnsins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hjónin áttu fjögurra ára brúðkaupsafmæli í dag.
Hjónin áttu fjögurra ára brúðkaupsafmæli í dag. vísir/getty
Búið er að grípa til umtalsverðra ráðstafana við St. Mary‘s spítalann í Paddington-hverfi Lundúnaborgar vegna fæðingar barns hertogaynjunnar Kate Middleton og Vilhjálms Bretaprins.

Í byrjun síðustu viku voru öryggishlið sett upp við spítalann og voru bifreiðastöður umhverfis hann bannaðar frá og með föstudeginum síðasta. Verða þær bannaðar til 5. maí næstkomandi.

Sjá einnig: Hvenær kemur barnið í heiminn og hvað mun það heita?

Ekki hefur verið greint frá settum degi en fjölmiðlar ytra fullyrða að hertogaynjan sé komin fram yfir settan dag. Breska þjóðin bíður í ofvæni eftir öðru barni þeirra hjóna og hafa fjölmargir stillt sér upp við spítalann. Vonuðust aðdáendur til þess að barnið kæmi í dag, á fjögurra ára brúðkaupsafmæli hjónanna. Þó er nokkuð ljóst að svo verður ekki.



Brúðkaup þeirra hinn 29. apríl 2011 er talið eitt eftirminnilegasta brúðkaup síðari tíma. Um 600 þúsund ferðamenn lögðu leið sína til Lundúna til þess eins að fylgjast með athöfninni en hún var jafnframt sýnd í beinni útsendingu víða um heim.

Breska þjóðin bíður með öndina í hálsinum. Hörðustu aðdáendur þeirra hjóna hafa stillt sér upp við sjúkrahúsið.vísir/getty
Öryggishlið hafa verið reist umhverfis spítalann.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×