Erjur og fjárskortur tefja á Reykjanesi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2015 10:00 Áætlað er að á milli 200-300 þúsund ferðamenn fari um Reykjanes í ár. Uppbygging á svæðinu hefur tafist sökum óeiningar og fjárskorts. Vísir/Vilhelm Metnaðarfull verkefni voru sett af stað fyrir nokkrum árum í því skyni að bæta aðgengi og auka þjónustu við ferðamenn á Reykjanesi. Verkefnin voru fjölbreytt, Gunnuhver var miðja þessara verkefna og þá stóð til að afmarka svæði vestast á Reykjanesi sem jarðminja-, orku- og náttúrugarð, svokallaðan hundrað gíga garð, byggja þjónustuhús við Valahnúk og endurgera náttúrulaug. Nokkur verkefnanna komu til framkvæmda, svo sem hin vinsæla náttúrulaug í Valbjargargjá en fjölmörg voru slegin af þegar gerð var aðför að stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem var stýrt af Kristjáni Pálssyni.Kristján Pálsson Fréttablaðið/AntonKristján vann með sveitarfélögunum að því að færa einkaleyfi á akstri frá Leifsstöð til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Þetta tókst og átti að vera tryggt að Suðurnesin fengju þar með einhverja hlutdeild í þeim gríðarlega hagnaði sem Keflavíkurflugvöllur skapar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Með þessu fylgdu hundruð milljóna í hagnað sem er af þessari leið sem rútufyrirtækin töpuðu en sveitarfélögin áttu að fá til að byggja upp innviði sína og ferðaþjónustan til að byggja upp ferðamálin.“ Hann segir að þegar þetta var komið í gegn hafi hafist mikil áróðursbylgja gegn sitjandi stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja þar sem beitt var öllum brögðum til að koma henni frá á næsta aðalfundi þar á eftir og voru Allrahanda og Bláa lónið þar fremst í flokki. Niðurstaðan varð sú að Kristján gaf ekki kost á sér. Í kjölfarið kom nýr samgönguráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir, og dró hún fyrri ákvörðun Ögmundar Jónassonar til baka um einkaleyfi til Suðurnesja. „Þannig töpuðu Suðurnesin sennilega um 400 milljónum króna í hagnað árlega sem rennur áfram til Allrahanda og Kynnisferða,“ segir Kristján. Eftir að ný stjórn tók við starfi Kristjáns var leigusamningi við landeigendur sagt upp og viðhaldi og framkvæmdum á svæðinu hætt. Nýr formaður samtakanna var kosinn á síðasta aðalfundi félagsins, Johan D. Jónsson. Hann ætlar að snúa vörn í sókn. „Það er fyrst og fremst fjármagn sem skortir. Hver á að borga? Það er spurningin. Er það sá sem selur þjónustuna, eða sá sem á landið eða þeir sem nota þjónustuna? Það á eftir að fara í viðræður við landeigendur um stöðuna. Það er nýtt form á uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á svæðinu. Að þessu er verið að vinna á Reykjanesi og í ferðamálasamtökunum. Þá kemur Reykjanes Jarðvangur inn í þetta líka sem sveitarfélagið styður við, ég hef ríkan vilja til að leysa þessi mál til góðs, menn þurfa bara að stilla sig saman,“ upplýsir Johan og segir að það þurfi að hraða uppbyggingu á svæðinu, bæta samgöngur og aðstöðu ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Metnaðarfull verkefni voru sett af stað fyrir nokkrum árum í því skyni að bæta aðgengi og auka þjónustu við ferðamenn á Reykjanesi. Verkefnin voru fjölbreytt, Gunnuhver var miðja þessara verkefna og þá stóð til að afmarka svæði vestast á Reykjanesi sem jarðminja-, orku- og náttúrugarð, svokallaðan hundrað gíga garð, byggja þjónustuhús við Valahnúk og endurgera náttúrulaug. Nokkur verkefnanna komu til framkvæmda, svo sem hin vinsæla náttúrulaug í Valbjargargjá en fjölmörg voru slegin af þegar gerð var aðför að stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem var stýrt af Kristjáni Pálssyni.Kristján Pálsson Fréttablaðið/AntonKristján vann með sveitarfélögunum að því að færa einkaleyfi á akstri frá Leifsstöð til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Þetta tókst og átti að vera tryggt að Suðurnesin fengju þar með einhverja hlutdeild í þeim gríðarlega hagnaði sem Keflavíkurflugvöllur skapar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Með þessu fylgdu hundruð milljóna í hagnað sem er af þessari leið sem rútufyrirtækin töpuðu en sveitarfélögin áttu að fá til að byggja upp innviði sína og ferðaþjónustan til að byggja upp ferðamálin.“ Hann segir að þegar þetta var komið í gegn hafi hafist mikil áróðursbylgja gegn sitjandi stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja þar sem beitt var öllum brögðum til að koma henni frá á næsta aðalfundi þar á eftir og voru Allrahanda og Bláa lónið þar fremst í flokki. Niðurstaðan varð sú að Kristján gaf ekki kost á sér. Í kjölfarið kom nýr samgönguráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir, og dró hún fyrri ákvörðun Ögmundar Jónassonar til baka um einkaleyfi til Suðurnesja. „Þannig töpuðu Suðurnesin sennilega um 400 milljónum króna í hagnað árlega sem rennur áfram til Allrahanda og Kynnisferða,“ segir Kristján. Eftir að ný stjórn tók við starfi Kristjáns var leigusamningi við landeigendur sagt upp og viðhaldi og framkvæmdum á svæðinu hætt. Nýr formaður samtakanna var kosinn á síðasta aðalfundi félagsins, Johan D. Jónsson. Hann ætlar að snúa vörn í sókn. „Það er fyrst og fremst fjármagn sem skortir. Hver á að borga? Það er spurningin. Er það sá sem selur þjónustuna, eða sá sem á landið eða þeir sem nota þjónustuna? Það á eftir að fara í viðræður við landeigendur um stöðuna. Það er nýtt form á uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á svæðinu. Að þessu er verið að vinna á Reykjanesi og í ferðamálasamtökunum. Þá kemur Reykjanes Jarðvangur inn í þetta líka sem sveitarfélagið styður við, ég hef ríkan vilja til að leysa þessi mál til góðs, menn þurfa bara að stilla sig saman,“ upplýsir Johan og segir að það þurfi að hraða uppbyggingu á svæðinu, bæta samgöngur og aðstöðu ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira