Barist um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 29. apríl 2015 07:00 Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira