Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. júní 2015 19:06 Annasamt hefur verið hjá Stígamótum í kjölfar hinnar svokölluðu Beauty Tips byltingar og fjölmargir þolendur hafa haft samband síðustu daga til þess að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Undanfarna daga hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi inn á Facebook hópnum Beauty Tips. „Eftir að þetta kom upp á Facebook, þá hefur síminn varla þagnað, netspjallið okkar, tölvupósturinn og allt. Þetta hefur skilað sér beint hingað inn,” segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en myndbandsútgáfa fréttarinnar er væntanleg á vefinn innan skamms. Biðlistar eftir viðtölum hafa lengst og ráðgjafar vinna lengri vinnudaga til þess að reyna anna eftirspurninni. „Ég veit ekki hversu mikil aukning en við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu. Hún skilar sér beint hingað inn.” Þórunn segir oft vera samhengi milli fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðisofbeldi og aukinnar aðsóknar til Stígamóta. Það hafi til að mynda verið raunin eftir að mál tengd Karli Vigni Þorsteinssyni komu fram í kastljósið en þar voru flestir brotaþolar karlar. „Svo núna eftir þessa umræðu og byltingu með Beauty Tips þá eru þetta konurnar sem hafa kannski verið að skrifa eða segja eða vinkonur sem skila sér hingað inn.“ Þórunn segir mikilvægt að færa ábyrgðina yfir á gerendur. „Umræðan þarf að snúast um að það eru einhverjir sem eru að beita þessu ofbeldi. Og þetta er eins og við höfum alltaf sagt og höldum áfram að segja, þetta er samfélagslegt vandamál og þetta kemur öllum við.Við þurfum að að ákveða í hvernig samfélagi viljum við búa og hvaða hegðun við samþykkjum og hvað ekki. Og hver ber ábyrgðina á glæpum sem eru framdir.“ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Annasamt hefur verið hjá Stígamótum í kjölfar hinnar svokölluðu Beauty Tips byltingar og fjölmargir þolendur hafa haft samband síðustu daga til þess að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Undanfarna daga hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi inn á Facebook hópnum Beauty Tips. „Eftir að þetta kom upp á Facebook, þá hefur síminn varla þagnað, netspjallið okkar, tölvupósturinn og allt. Þetta hefur skilað sér beint hingað inn,” segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en myndbandsútgáfa fréttarinnar er væntanleg á vefinn innan skamms. Biðlistar eftir viðtölum hafa lengst og ráðgjafar vinna lengri vinnudaga til þess að reyna anna eftirspurninni. „Ég veit ekki hversu mikil aukning en við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu. Hún skilar sér beint hingað inn.” Þórunn segir oft vera samhengi milli fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðisofbeldi og aukinnar aðsóknar til Stígamóta. Það hafi til að mynda verið raunin eftir að mál tengd Karli Vigni Þorsteinssyni komu fram í kastljósið en þar voru flestir brotaþolar karlar. „Svo núna eftir þessa umræðu og byltingu með Beauty Tips þá eru þetta konurnar sem hafa kannski verið að skrifa eða segja eða vinkonur sem skila sér hingað inn.“ Þórunn segir mikilvægt að færa ábyrgðina yfir á gerendur. „Umræðan þarf að snúast um að það eru einhverjir sem eru að beita þessu ofbeldi. Og þetta er eins og við höfum alltaf sagt og höldum áfram að segja, þetta er samfélagslegt vandamál og þetta kemur öllum við.Við þurfum að að ákveða í hvernig samfélagi viljum við búa og hvaða hegðun við samþykkjum og hvað ekki. Og hver ber ábyrgðina á glæpum sem eru framdir.“
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira