Erlent

Leita að líkum í skipinu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Stórir kranar voru notaðir til að koma skipinu á réttan kjöl í ánni.
Stórir kranar voru notaðir til að koma skipinu á réttan kjöl í ánni. fréttablaðið/EPA
Einungis var búið að finna 97 lík í gær af þeim rúmlega 340 manns sem talið er að hafi farist með skemmtiferðaskipinu Austurstjörnunni, sem sökk í Yangtse-fljótinu á mánudaginn.

Í gær tókst að rétta skipið við og voru strax sendir kafarar og aðrir björgunarmenn til þess að leita að fleiri líkum í skipinu. Alls voru meira en 450 manns um borð. Einungis fjórtán komust lífs af, þar á meðal skipstjórinn og vélstjórinn sem báðir hafa verið hnepptir í varðhald.

Skipstjórinn segir skipið hafa lent í fellibyl, en tvennum sögum fer af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×