Sport

Myndasyrpa úr frjálsíþróttakeppninni í Laugardal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr Laugardalnum í dag.
Úr Laugardalnum í dag. vísir/andri marinó
Lokadagur frjálsíþróttakeppninar á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík 2015 fór fram í gær og þar máttu íslenskir keppendur vel við una, en þeir unnu meðal annars til fimm gullverðlauna.

Hafdís Sigurðardóttir vann til sex verðlauna á leikunum þar af fern gullverðlaun. Guðmundur Sverrisson vann í spjótkasti og Ísland vann einnig þrenn gullverðlaun í boðhlaupum og ein silfurverðlaun.

Andri Marinó, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, skellti sér í Laugardalinn og tók þessar frábæru myndir sem má sjá hér að ofan.

Öll úrslit Íslands í dag má sjá hér að neðan, en Vísir var með beina lýsingu frá mótinu. Hana má lesa hér ásamt úrslitum.

Verðlaun Íslands í dag:

Gull:

Guðmundur Sverrisson, spjótkast karla

Hafdís Sigurðardóttir, þrístökk

Sveit Íslands í 4x100 m boðhlaupi kvenna (Guðrún, Arna, Hafdís, Hrafnhild)

Sveit Íslands í 4x400 m boðhlaupi karla (Ívar Kristinn, Einar Daði, Kolbeinn Höður, Trausti)

Sveit Íslands í 4x400 m boðhlaupi kvenna (Arna, Þórdís, Aníta, Hafdís)

Silfur:

Hafdís Sigurðardóttir, 200 m

Þorsteinn Ingvarsson, þrístökk

Kári Steinn Karlsson, 10000 m

Sveit Íslands í 4x100 m boðhlaupi karla (Juan Ramos Kolbeinn, Ívar, Ari Bragi)

Brons:

Örn Davíðsson, spjókast

Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, 200 m

Arnar Pétursson, 10000 m

Irma Gunnarsdóttir, kúluvarp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×