Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir tryggðu sér gull á Smáþjóðaleikunum í strandblaki með 2-0 sigri á Mónakó fyrr í dag.
Ísland vann fyrri lotuna 21-19 og í síðari lotunni bættu þær íslensku enn frekar í. Þær unnu seinni lotuna 21-13.
Þetta er í annað skiptið sem Ísland vinnur til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í strandblaki.
Ísland vann brons árið 2007, en það var í fyrsta skipti sem Ísland tók þátt á leikunum. Frábær árangur hjá þeim stúlkum.
Keflavík
Grindavík