Freyr: Noregur spilaði eins og þegar Drillo var með karlaliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 20:35 Harpa Þorsteinsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru "of miklir naglar“ og fá sjaldan aukaspyrnur. mynd/ksí „Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
„Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira