Engin stefnubreyting gagnvart ESB Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. mars 2015 11:45 Formaður Samfylkingarinnar segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins. Hann muni berjast fyrir því að aðildarviðræður verði kláraðar, komist hann í ríkisstjórn. Sjónvarpsstöðin Hringbraut birti í morgun frétt þar sem fullyrt var að Árni Páll hefði nú miklar efasemdir um að Ísland ætti að gerast aðili að ESB og teldi að hagsmunum landsins væri mögulega best borgið með EES-samstarfið eitt að vopni. Árni Páll segir þetta rangtúlkun á orðum sínum, en viðtalið verður sýnt í kvöld. „Ég sagði einfaldlega að ég nærði með mér efasemdir um aðild að ESB reglulega og hefði lengi gert, árum saman. Ég minnti á að ég hefði skrifað greinarflokk í Fréttablaðið um það árið 2012 og þar leitað svara við spurningunni um hvort aðild að ESB væri rétti kosturinn fyrir Ísland. Þetta er spurning sem verður að meta út frá íslenskum hagsmunum og því eðlilegt að endurmeta reglulega hagsmunamatið sem að baki liggur. Niðurstaða mín var skýr þá og hún er sú sama nú, að það séu allar líkur á að þetta sé besti kosturinn fyrir Ísland.“ Líkur, segirðu. Ertu ekki fullviss um það? „Það er stefna Samfylkingarinnar að við viljum fá að sjá samning og taka afstöðu til hans. Það eru allar líkur á því að sá samningur verði Íslandi hagstæður.“ Árni Páll segir Samfylkinguna að sjálfsögðu vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann hafi verið spurður út í aðra möguleika, hvort EES kæmi til greina sem varanleg lausn einvörðungu. „Ég tel það ekki mögulegt nema með einhverri lausn í gjaldmiðilsmálum og sagði það í viðtalinu. Gjaldmiðillinn er stóri þátturinn sem hefur áhrif, það stóra sem okkur vantar.“ Munt þú berjast fyrir aðild að ESB ef þú kemst í ríkisstjórn? „Já. Ég tel það enn sem fyrr rétt og mikilvægt að halda áfram með aðildarumræðurnar og það sé nákvæmlega það sem máli skiptir.“ Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins. Hann muni berjast fyrir því að aðildarviðræður verði kláraðar, komist hann í ríkisstjórn. Sjónvarpsstöðin Hringbraut birti í morgun frétt þar sem fullyrt var að Árni Páll hefði nú miklar efasemdir um að Ísland ætti að gerast aðili að ESB og teldi að hagsmunum landsins væri mögulega best borgið með EES-samstarfið eitt að vopni. Árni Páll segir þetta rangtúlkun á orðum sínum, en viðtalið verður sýnt í kvöld. „Ég sagði einfaldlega að ég nærði með mér efasemdir um aðild að ESB reglulega og hefði lengi gert, árum saman. Ég minnti á að ég hefði skrifað greinarflokk í Fréttablaðið um það árið 2012 og þar leitað svara við spurningunni um hvort aðild að ESB væri rétti kosturinn fyrir Ísland. Þetta er spurning sem verður að meta út frá íslenskum hagsmunum og því eðlilegt að endurmeta reglulega hagsmunamatið sem að baki liggur. Niðurstaða mín var skýr þá og hún er sú sama nú, að það séu allar líkur á að þetta sé besti kosturinn fyrir Ísland.“ Líkur, segirðu. Ertu ekki fullviss um það? „Það er stefna Samfylkingarinnar að við viljum fá að sjá samning og taka afstöðu til hans. Það eru allar líkur á því að sá samningur verði Íslandi hagstæður.“ Árni Páll segir Samfylkinguna að sjálfsögðu vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann hafi verið spurður út í aðra möguleika, hvort EES kæmi til greina sem varanleg lausn einvörðungu. „Ég tel það ekki mögulegt nema með einhverri lausn í gjaldmiðilsmálum og sagði það í viðtalinu. Gjaldmiðillinn er stóri þátturinn sem hefur áhrif, það stóra sem okkur vantar.“ Munt þú berjast fyrir aðild að ESB ef þú kemst í ríkisstjórn? „Já. Ég tel það enn sem fyrr rétt og mikilvægt að halda áfram með aðildarumræðurnar og það sé nákvæmlega það sem máli skiptir.“
Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira