Erlent

Á annað hundrað bíla árekstur í Bandaríkjunum - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að 193 bílar hafi lent í árekstrinum.
Talið er að 193 bílar hafi lent í árekstrinum. Vísir/AP
Einn ökumaður lét lífið og minnst 23 voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur gífurlegs fjölda bíla í Bandaríkjunum í gær. Tölur um hve margir bílar hafi verið í árekstrinum hafa verið á reiki, en lögreglan í Michigan segir að um 193 bíla sé að ræða.

Myndbönd frá vettvangi má sjá hér að neðan auk mynda.

Vegurinn þar sem áreksturinn varð, er enn lokaður samkvæmt AP fréttaveitunni. Unnið er að því að þurrka upp sýru og draga bíla í burtu. Eldur kviknaði í bílum í árekstrinum og meðal annars kviknaði í flutningabíl sem hlaðinn var flugeldum.

Mikil snjókoma var þar sem áreksturinn varð og var skyggni ekki mikið. Í fyrstu var fólki í 4,5 kílómetra fjarlægð frá slysstaðnum sagt að yfirgefa svæðið, en hætt var við það skömmu seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×