Erlent

Snowden vill komast til Bandaríkjanna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Snowden er með teymi bandarískra, þýskra og rússneskra lögfræðinga sem vinnur að því að finna leið fyrir sig heim.
Snowden er með teymi bandarískra, þýskra og rússneskra lögfræðinga sem vinnur að því að finna leið fyrir sig heim. Vísir/AFP
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden vill komast til Bandaríkjanna á ný. Hann hefur undanfarna mánuði dvalið í Rússlandi þar sem hann hefur tímabundið dvalarleyfi. Þetta segir rússneskur lögmaður Snowden við fjölmiðla.



Reuters hefur eftir bandarískum yfirvöldumSnowden sé velkomin til landsins en að hann þurfi að svara til saka fyrir dómstólum.



Það var lögmaðurinn AnatolyKucherena sem sagði frá því að Snowden ynni með þýskum og bandarískum lögfræðingum að því að komast til Bandaríkjanna. Það gerði hann á blaðamannafundi þar sem hann kynnti bók sem hann hefur skrifað um skjólstæðing sinn.



„Ég ætla ekki að halda því leyndu að hann… vill snúa aftur heim. Og við erum að gera allt sem við getum til að leysa þann vanda. Það er hópur bandarískra lögfræðinga, það er líka hópur þýskra lögfræðinga og ég er að sjá um málin Rússlandsmegin,“ sagði hann.



Snowden hefur áður lýst yfir vilja til að snúa til heimalandsins en að hann vilji að tryggt verði að hann fái sanngjörn réttarhöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×