Erlent

Sextíu handteknir í aðgerðum dönsku lögreglunnar í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn lögreglu hefur staðið yfir í fimm mánuði.
Rannsókn lögreglu hefur staðið yfir í fimm mánuði. Vísir/AFP
Danskur lögfræðingur og danskur endurskoðandi eru á meðal þeirra sextíu manna sem lögregla hefur handtekið í umfangsmiklum aðgerðum í dag.

Að sögn lögreglunnar á Norður-Sjálandi eru tíu mannanna grunaðir um aðild að mansali, skjalafalsi og svikum.

Rannsókn hefur staðið yfir í fimm mánuði og réðust lögreglumenn til atlögu á 62 mismunandi stöðum í samhæfðum aðgerðum á Sjálandi og Lolland-Falster í morgun.

Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að flestir hinna handteknu séu rúmenskir ríkisborgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×